Hvernig á að halda upp á afmæli Grindavíkur?
Grindavíkurbær heldur upp á 40 ára kaupstaðarafmæli sitt 10. apríl á næsta ári. Afmælisnefndin hefur nú óskað eftir skemmtilegum hugmyndum og tillögum frá bæjarbúum um afmælishaldið en hugmyndin er að afmælisviðburðir verði jafnframt allt árið.
Þeir sem búa yfir hugmynd geta sent hana á netfangið [email protected]. Einnig er hægt að koma þeim á framfæri í gegnum Facebooksíðu Grindavíkurbæjar.