Hverjir verða deildarmeistarar í körfunni?
Nú er aðeins ein umferð eftir í úrvalsdeild karla í körfuknattleik og er gríðarleg spenna komin í deildina. Það skiptir auðvitað mestu fyrir liðin að enda sem hæðst til að fá heimaleikjaréttinn og eru tvö lið sem geta orðið í 1. sæti en það eru Keflvíkingar og KR-ingar.Ef Keflavík vinnur sinn leik verða þeir pottþétt efstir. Hins vegar ef þeir tapa og KR vinnur Njarðvík þá verða KR-ingar efstir. Ef Njarðvík sigrar KR og Keflavík tapar verður Keflavík í efsta sæti, KR í öðru og Njarðvík í þriðja. Til að Njarðvíkingar verði í öðru sæti verða þeir að sigra leikinn sinn með meira en fimm stiga mun og vonast til að Keflvíkingar sigri sinn leik.
Eins og sést á þessu getur allt gerst enn og við verðum því að hvetja okkar lið svo allt fari að óskum.
Leikið verður á fimmtudaginn næsta og fara leikirnir fram kl. 20:00. Keflvíkingar spila við Breiðablik í Smáranum og Njarðvíkingar spila við KR í KR-heimilinu.
Eins og sést á þessu getur allt gerst enn og við verðum því að hvetja okkar lið svo allt fari að óskum.
Leikið verður á fimmtudaginn næsta og fara leikirnir fram kl. 20:00. Keflvíkingar spila við Breiðablik í Smáranum og Njarðvíkingar spila við KR í KR-heimilinu.