Hverjir sækjast eftir stöðu bæjarstjóra í Reykjanesbæ?
Níu heimamenn vilja stöðuna
Alls sóttu níu heimamenn um stöðu bæjarstjóra í Reykjanesbæ. 15 karlmenn sóttu um stöðuna og sex konur. Margir sem sækja um í Reykjanesbæ sóttu einnig um stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði, en alls voru átta sem sóttust eftir báðum stöðum. Hér að neðan má sjá nöfn umsækjenda og stutta umsögn um hvern og einn.
Nöfn umsækjenda:
Ásgeir Elvar Garðarsson er úr Reykjanesbæ. Hann er útskrifaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur.
Bergur Elías Ásgeirsson sveitarstjóri Norðurþings.
Björgvin Ívar Baldursson er hljóðmaður og tónlistarmaður úr Reykjanesbæ.
Drífa Jóna Sigfúsdóttir er fyrrum bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar í Keflavík. (Sótti einnig um í Hafnarfirði)
Einar Hannesson er með B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál og rekstrarstjórnun. Kona Einars er frá Reykjanesbæ en fjölskyldan hefur verið búsett hér síðustu tíu ár. Einar er útibússtjóri Landsbankans á Suðurnesjum en áður var hann sparisjóðsstjóri SpKef.
Elín Björg Ragnarsdóttir var framkvæmdastjóri Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Hún er menntaður lögfræðingur og hefur starfað sem slíkur. (Sótti einnig um í Hafnarfirði)
Finnbogi R. Alfreðsson starfaði sem rekstrarráðgjafi og lauk BA-prófi í Business Administration frá San Jose State University 1984 og MBA prófi frá Edinburgh University 1999. Hann vann áður sem ráðgjafi og framkvæmdastjóri hjá Framleiðni sf. 1984-1990 og framkvæmdastjóri hjá Fiskimjöli og lýsi hf. 1991-1998.
Guðmundur Jóhann Árnason er úr Reykjanesbæ en hann er lögfræðingur sem starfar hjá Tollstjóra og áður hjá Fjármálaráðuneytinu. (Sótti einnig um í Hafnarfirði)
Guðrún Pálsdóttir var bæjarstjóri Kópavogs. (Sótti einnig um í Hafnarfirði)
Inga Birna Ragnarsdóttir er frá Reykjanesbæ og var áður aðstoðarforstjóri Wow Air en hún var einnig framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins en sviðin tvö voru nýlega sameinuð.
Jón Hrói Finnsson fyrrum sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps. (Sótti einnig um í Hafnarfirði)
Jón Pálmi Pálsson fyrrum bæjarritari á Akranesi.
Kjartan Már Kjartansson frá Reykjanesbæ. Framkvæmdastjóri Securitas á Suðurnesjum. Fyrrum bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og starfsmanna- og gæðastjóri. Hann skipaði fyrsta sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ fyrir bæjarstjórnarkosningar árið 2002. Fyrrum forstöðumaður verslanasviðs Samkaupa. Kjartan Már lauk MBA prófi frá Háskóla Íslands.
Kristinn Dagur Gissurarson viðskiptafræðingur frá Kópavogi. Er yngri bróðir Hannesar Hólmsteins. (Sótti einnig um í Hafnarfirði)
Magnús Jóhannesson framkvæmdastjóri fastaskrifstofu Norðurskautsráðs. (Sótti einnig um í Hafnarfirði)
Magnús Ægir Magnússon fyrrum bankastjóri hjá Byr. (Sótti einnig um í Hafnarfirði)
Ólafur Guðjón Haraldsson M.Sc í EBA.
Sigurbjörn Arnar Jónson er úr Reykjanesbæ.
Sveinbjörg Anna Karlsdóttir úr Reykjanesbæ.
Þorvaldur Helgi Auðunsson frá Reykjanesbæ. Helgi er menntaður verkfræðingur á sviði áhættustýringar og öryggismála. Starfaði hjá Icelandair við verkefnastjórnun. Hann starfaði um árabil hjá Brunavörnum Suðurnesja og sömuleiðis við brunavarnir í álverinu í Straumsvík. Starfar sem slökkviliðsstjóri á Akureyri.
Þórdís V. Þórhallsdóttir er úr Reykjanesbæ og starfar hjá Icelandair.