Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvergi fleiri í sóttkví en á Suðurnesjum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 21. desember 2020 kl. 11:45

Hvergi fleiri í sóttkví en á Suðurnesjum

Tuttugu og sjö manns á Suðurnesjum eru með Covid-19 og 344 eru í sóttkví samkvæmt tölum 21.desember.

Smit kom upp í síðustu viku í leikskólanum Holti í Innri-Njarðvík, á leikskólastigi í Stapaskóla og í leikskólanum Gefnarborg í Garði og í kjölfarið þurftu margir að fara í sóttkví. Þá kom upp smit hjá tíu starfsmönnum hjá leikskólanum Gimli í byrjun mánaðarins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjöldi í sóttkví er hvergi meiri en á Suðurnesjum, nærri tvöfalt fleiri en á höfuðborgarsvæðinu og hlutfallslega eru lang flestir sýktir á Suðurnesjum.

Á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja má sjá eftirfarandi skilaboð en nú eru flest greind Covid-smit á Suðurnesjum ef miðað er við íbúafjölda:

„Þar sem fjöldi Covid-sýkinga í samfélaginu hefur aukist síðustu daga vill HSS beina þeim tilmælum til almennings að sýna varkárni.

Nú, sem fyrr, ríður á að sinna persónulegum sóttvörnum og ef vart verður við einkenni skal bóka sýnatöku á Heilsuveru (heilsuvera.is) eða hafa samband við heilsugæslu eða vaktsímann 1700.

Mikilvægt er að fólk fari að öllu með gát ef grunur er um smit. Ekki fara til vinnu eða þar sem líkur eru á að komast í nálægð við annað fólk fyrr en niðurstöður sýnatöku liggja fyrir.“