Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 4. október 2000 kl. 11:31

Hverfur keilan úr íþróttabænum?

Framtíð keiluíþróttarinnar í Reykjanesbæ er mjög óljós þessa dagana en rekstur keilusalarins hefur ekki gengið sem skildi undanfarin ár. Keflavíkurverktakar hafa nú tekið húsnæði Keilufélagsins, að Hafnargötu 90 og keilubrautirnar sex upp í skuld. Samt sem áður skuldar Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, sem var ábyrgt fyrir rekstrinum, um 600 þúsund krónur. Reykjanesbær lagði fram eina millj. kr. í reksturinn á þessu ári og allar lóttótekjur ÍRB fóru í reksturinn á þessu ári, en það dugði ekki til að brúa nauðsynlegt bil, að sögn Ólafs Thordersen (S) bæjarfulltrúa og formanns ÍRB. Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar harmar þessa þróun mála og að þessi vinsæla íþróttagrein skuli ekki vera til staðar í íþróttabænum Reykjanesbæ en margir efnilegir keilarar hafa náð frábærum árangri í íþróttinni á undanförnum árum. Ákveðið var að boða til fundar fyrir keilara og áhugafólk vegna málsins og að sögn Ólafs Thordersen var sá fundur vel sóttur. „Við erum að reyna að leysa málin en staðan er slæm“, sagði Ólafur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024