Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hveravellir við fótboltavöllinn
Mánudagur 17. janúar 2005 kl. 16:18

Hveravellir við fótboltavöllinn

Þegar kalt er í veðri er oft erfitt að athafna sig við hvers konar byggingarvinnu og því fengu verkamenn við hús Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ að kynnast.

Mikill freri er í jörð sem torveldar uppslátt fyrir húsgrunninum, en verktakarnir láta slíkt ekki á sig fá og blása sjóðheitri gufu á jörðina til að losa um.

Ekki er laust við að hverastemmning sé yfir Njarðvík á meðan þessu stendur og náði ljósmyndari Víkurfrétta þessum myndum er hann átti leið þar um.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024