Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hver verður Grindvíkingur ársins?
Mánudagur 17. desember 2018 kl. 09:54

Hver verður Grindvíkingur ársins?

Grindvíkingur ársins verður valinn í tíunda sinn en það var gert í fyrsta skipti árið 2009. Tilgangurinn er að þakka íbúum í Grindavík fyrir þeirra framlag til þess að gera góðan bæ betri, m.a. með fyrirmyndar háttsemi eða atferli. Til greina koma þeir sem unnið hafa óeigingjarnt starf á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, segir á grindavik.is

Óskað eftir ábendingum frá íbúum í tíunda sinn en þær má senda á netfangið [email protected] fyrir 18. desember ásamt rökstuðningi hvers vegna viðkomandi eigi heiðurinn skilið.
Grindvíkingur ársins: 

2009 Davíð Arthur Friðriksson og Sigurður Halldórsson

2010 Ásta Birna Ólafsdóttir

2011 Matthías Grindvík Guðmundsson

2012 Útsvarslið Grindavíkur; Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir

2013 Otti Sigmarsson
2014 Alexander Birgir Björnsson og fjölskylda

2015 Þorgerður Elíasdóttir

2016 Margrét S. Sigurðardóttir

2017 Arnar Már Ólafsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024