Hver verður Grindvíkingur ársins?
Grindvíkingur ársins verður valinn í tíunda sinn en það var gert í fyrsta skipti árið 2009. Tilgangurinn er að þakka íbúum í Grindavík fyrir þeirra framlag til þess að gera góðan bæ betri, m.a. með fyrirmyndar háttsemi eða atferli. Til greina koma þeir sem unnið hafa óeigingjarnt starf á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, segir á grindavik.is
Óskað eftir ábendingum frá íbúum í tíunda sinn en þær má senda á netfangið [email protected] fyrir 18. desember ásamt rökstuðningi hvers vegna viðkomandi eigi heiðurinn skilið.
Grindvíkingur ársins:
2009 Davíð Arthur Friðriksson og Sigurður Halldórsson
2010 Ásta Birna Ólafsdóttir
2011 Matthías Grindvík Guðmundsson
2012 Útsvarslið Grindavíkur; Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir
2013 Otti Sigmarsson
2014 Alexander Birgir Björnsson og fjölskylda
2015 Þorgerður Elíasdóttir
2016 Margrét S. Sigurðardóttir
2017 Arnar Már Ólafsson