Hver er íþróttamaður Voga?
Sveitarfélagið Vogar hefur óskað eftir tilnefningum á íþróttamanni ársins í Vogum fyrir árið 2015. Íþróttamaður ársins verður að vera í íþróttafélagi innan Íþróttasambands Íslands og vera búsettur í Vogum. Tilnefndir íþróttamenn skulu vera 12 ára á árinu eða eldri. Allar tilnefningar skulu vera rökstuddar.
Íþróttamaður ársins í Vogum hlýtur við útnefningu farandbikar til eins árs og bikar til eignar. Val á íþróttamanni ársins verður tilkynnt á þrettándanum, þann 6. janúar 2016.
Tilnefningar ásamt rökstuðningi sendast á [email protected] eða í lokuðu umslagi í íþrótta– eða félagsmiðstöð eigi síðar en 31. desember nk.