Hver er fallegasti garðurinn í Garði
- og snyrtilegasta fyrirtækið?
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Garðs mun útnefna fallegasta garðinn við íbúðarhús í Garði og einnig snyrtilegasta atvinnufyrirtækið 2014. Umhverfisnefnd hefur hvatt íbúa Garðs til þess að koma með ábendingar um fallegasta garðinn og snyrtilegasta atvinnufyrirtækið en nefndin mun hafa ábendingar íbúanna til hliðsjónar við valið.
Íbúar Garðs eru hvattir til að senda Umhverfisnefnd ábendingar m.a. með tölvupósti á póstfangið [email protected] og koma þannig ábendingum á framfæri. Ábendingar þurfa að berast fyrir 14. ágúst 2014.