Hver á hámarkshraðinn að vera á tvöfaldri Reykjanesbraut?
Tvær nýjar spurningar hafa verið settar inn á vef Víkurfrétta undir liðinn Spurning vikunnar. Annars vegar er spurt um viðhorf til Varnarliðsins og hins vegar er spurt um það hver hámarkshraðinn eigi að vera á tvöfaldri Reykjanesbraut. Hugmyndin er að skipta um spurningar vikulega, eins og nafnið gefur til kynna og birta niðurstöðuna í kosningunni í Víkurfréttum.
Blaðamenn Víkurfrétta hafa einnig tekið sér tak og ætla að leggja aukna áherslu á að skrifa í dálkinn Svart & sykurlaust hér á vf.is, enda sýna vefmælingar að þetta efni nýtur talsverðra vinsælda. Þrjár nýjar færslur eru komnar í Svart & sykurlaust í dag. Valin „gullkorn“ fá síðan pláss í blaðinu í hverri viku.