Hvatt til að tillögum Landsnets verði hafnað
Sól á Suðurnesjum hvetur bæjarstjórnir Grindavíkur og Voga á Vatnsleysuströnd til þess að hafna tillögum Landsnets um háspennulínuvæðinu Reykjanesskagans, eins og það er orðað í yfirlýsingu fundar sem samtökin efndu til í Grindavík í gærkvöld.
Í yfirlýsingunni segir að ótækt sé að orkuflutningamannvirki verði látin skera Reykjanesskagann endilangt og hjarta fólkvangsins þvert . Sandgerðisbær hafi þegar hafnað tillögum Landsnets um háspennulínur þvert yfir Stafnes um ósabotna vegna þeirra umhverfisspjalla sem slík mannvirki myndu valda. Háspennulínur skerði og komi í veg fyrir aðra landnýtingu. Því hvetja samtökin umræddar bæjarstjórnir til þess að fylgja fordæmi bæjaryfirvalda í Sandgerði.
Í yfirlýsingunni segir einnig að Reykjanesskaginn hafi jarðfræðilega sérstöðu á heimsvísu þar sem þar sé að finna eina staðinn á jörðinni þar sem berlegi megi sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum. Jarðfræðileg sérstaða, ásamt nálægð við Bláa lónið, flugvöllinn og höfuðborgina skapi einstök tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. Stóriðjuáform samræmist illa langtímahagsmunum ferðaþjónustunnar. Gríðarleg tækifri séu til útivistar á Reykjanesskaganum en háspennulínur muni rýra útvistargildi hans til muna.
„Lítil sem engin umræða hefur farið fram um málið á meðal íbúa Suðurnesja og þrátt fyrir skiptar skoðanir íbúa er unnið að framvindu málsins af fullum krafti. Áform um álver í Helguvík snerta íbúa allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum þar sem virkjanir með tilheyrandi umhverfisraski myndu rísa í landi Grindavíku, Voga og Hafnarfjaðar, háspennulínur myndu fara um þessi sömu sveitarfélög auk Sandgerðis, og álverið sjálft yrði staðsett í Garðinum og Reykjanesbæ,” segir í yfirlýsingunni.
Mynd: Frá fundi Sólar á Suðurnesjum í Grindavík í gærkvöld. Vf-mynd:elg
Í yfirlýsingunni segir að ótækt sé að orkuflutningamannvirki verði látin skera Reykjanesskagann endilangt og hjarta fólkvangsins þvert . Sandgerðisbær hafi þegar hafnað tillögum Landsnets um háspennulínur þvert yfir Stafnes um ósabotna vegna þeirra umhverfisspjalla sem slík mannvirki myndu valda. Háspennulínur skerði og komi í veg fyrir aðra landnýtingu. Því hvetja samtökin umræddar bæjarstjórnir til þess að fylgja fordæmi bæjaryfirvalda í Sandgerði.
Í yfirlýsingunni segir einnig að Reykjanesskaginn hafi jarðfræðilega sérstöðu á heimsvísu þar sem þar sé að finna eina staðinn á jörðinni þar sem berlegi megi sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum. Jarðfræðileg sérstaða, ásamt nálægð við Bláa lónið, flugvöllinn og höfuðborgina skapi einstök tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. Stóriðjuáform samræmist illa langtímahagsmunum ferðaþjónustunnar. Gríðarleg tækifri séu til útivistar á Reykjanesskaganum en háspennulínur muni rýra útvistargildi hans til muna.
„Lítil sem engin umræða hefur farið fram um málið á meðal íbúa Suðurnesja og þrátt fyrir skiptar skoðanir íbúa er unnið að framvindu málsins af fullum krafti. Áform um álver í Helguvík snerta íbúa allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum þar sem virkjanir með tilheyrandi umhverfisraski myndu rísa í landi Grindavíku, Voga og Hafnarfjaðar, háspennulínur myndu fara um þessi sömu sveitarfélög auk Sandgerðis, og álverið sjálft yrði staðsett í Garðinum og Reykjanesbæ,” segir í yfirlýsingunni.
Mynd: Frá fundi Sólar á Suðurnesjum í Grindavík í gærkvöld. Vf-mynd:elg