Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvassviðri og slydda eða él
Mánudagur 13. nóvember 2006 kl. 09:02

Hvassviðri og slydda eða él

Á Garðskagavita voru NA 18 og tæplega 4ra stiga hiti klukkan 8 í morgun.
Klukkan 6 í morgun var norðaustanátt, víða hvassviðri eða stormur V-lands og við norðurströndina, annars mun hægari. Víða rigning eða slydda, en snjókoma og vægt frost norðvestantil.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Norðaustan 18-25 m/s og slydda eða él í dag. Kólnandi veður. Norðaustan 13-18 á morgun, skýjað með köflum og frost 1 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi víða um land. Spá: Vaxandi norðaustanátt, víða 18-25 m/s í dag. Snjókoma eða él fyrir norðan, annars rigning eða slydda, einkum A-lands. Kólnandi veður. Hvöss norðlæg átt á morgun, él norðan- og austantil og frost 1 til 8 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024