Hvassviðri og rigning í dag
Klukkan 6 var suðvestlæg átt, 10-15 m/s, en yfirleitt hægari á Suður- og Austurlandi. Víða léttskýjað á Austurlandi, en annars var skýjað og víða súld suðvestan- og vestanlands. Hlýjast var 11 stiga hiti á Sauðaensvita, en kaldast var eins stigs hiti á Kirkjubæjarklaustri og Teigarhorni í Berufirði.
Í dag er gert ráð fyrir suðvestan 13-18 m/s og dálítilli rigningu eða súld, en vestlægari átt og slydduél með morgninum. Lægir heldur í nótt. Kólnandi veður, hiti 1 til 5 stig eftir hádegi.
Kortið er tekið af vef veðurstofunnar og var gert kl. 19.30 í gærkvöldi. Það sýnir veðrið eins og það á að vera kl. 12 í dag.