Hvassviðri og bjart í dag, hægir á morgun
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir norðaustan 10-15 m/s og bjartviðri, en hvössum vindhviðum nærri fjöllum. Hægara á morgun. Hiti 2 til 7 stig að deginum, en kringum frostmark í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 NV-lands síðdegis. Víða dálítil rigning eða slydda, en þurrt á V-landi. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast á sunnanverðu landinu.
Á laugardag:
Austanátt og lítilsháttar rigning um tíma, en þurrt og bjart veður N- og NA-lands, þó hætt við þoku á annesjum. Hiti 5 til 10 stig.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Austlæg átt og milt veður. Rigning með köflum, en úrkomulítið N-lands.