Hvassviðri í kvöld
Veðurstofan gerir ráð fyrir stormi á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld. Við Faxaflóann verður vaxandi suðaustanátt í dag og fer að rigna, víða 13-20 m/s nærri hádegi, en sunnan 15-23 í kvöld. Hlýnar, hiti 3 til 8 stig síðdegis. Suðvestan 15-20 og él eða slydduél á morgun, heldur hægari síðdegis. Hiti um og yfir frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag (Þorláksmessa):
Suðvestan 13-20 m/s og él eða skúrir, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hægari síðdegis. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):
Hvöss sunnanátt og rigning, en úrkomulítið um norðaustanvert landið. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti víða 3 til 7 stig.
Á fimmtudag (jóladagur):
Stíf suðvestanátt og él vestantil, annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag (annar í jólum):
Suðvestlæg átt og dálítil él, en léttskýjað norðan og austanlands. Yfirleitt frost á bilinu 0 til 8 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðlægar áttir með vætu sunnan- og vestantil, annars þurrt. Milt í veðri.