Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvassviðri á Suðurnesjum í dag
Mánudagur 4. október 2004 kl. 17:46

Hvassviðri á Suðurnesjum í dag

Ægir og öldur hans börðu brimvarnargarðinn í Reykjanesbæ án afláts í dag og sýndu enga miskunn í árásum sínum. Mjög hvasst hefur verið á Suðurnesjum sem og annars staðar á landinu í dag en við Garðskagavita fór vindhraðinn upp í 24 m/s í mestu hviðunum. Fólk er eindregið hvatt til þess að huga að lausum hlutum sem gætu fokið.
 
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) sums staðar vestanlands í dag, en austanlands í nótt og á morgun. Hvöss norðlæg átt, víða 13-18 m/s, en allt að 25 í vindstrengjum vestanlands. Bjartviðri á Suðurlandi, annars rigning eða skúrir og slydda víða á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hvessir austanlands með kvöldinu, víða 15-23 í kvöld. Dregur smám saman úr vindi og léttir til norðvestan- og vestanlands á morgun. Kólnandi veður og hiti 1 til 8 stig á morgun, hlýjast suðaustanlands.

Á miðvikudag norðvestlæg átt og bjartviðri, en stöku skúrir norðaustantil. Hiti 2 til 8 stig. Hlýnar á fimmtudag með vestlægri átt og áframhaldandi bjartviðri austantil á landinu, en dálítilli vætu öðru hverju vestantil, einkum á föstudag og laugardag. Kólnar aftur á sunnudag með norðlægri átt og skúrum víða um land.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024