Hvasst og skúrir eða él í dag
Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Miðhálendinu og vestanlands í dag. Suðlæg átt, víða 15-20 m/s og rigning eða súld, en úrkomuminna norðaustanlands. Suðvestan og sunnan 15-23 og skúrir eða él sunnan- og vestanlands eftir hádegi. Lægir og léttir til austanlands í kvöld. Suðvestan 10-15 og él á morgun, en heldur hægari vindur og bjartviðri norðaustantil. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast norðaustanlands, en kólnar aftur í nótt.