Hvasst og rigning með kvöldinu
Klukkan 9 var suðvestan og sunnanátt á landinu, víða 5-10 m/s, en hvassari á stöku stað norðvestantil. Skýjað um allt land og sums staðar lítilsháttar úrkoma vestan- og norðanlands. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 5 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 8-13 m/s og rigning öðru hverju, en suðaustan 18-23 og talsverð rigning um miðnætti. Suðvestan 15-20 og skúrir á morgun. Hiti 2 til 7 stig.