Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 20. mars 2003 kl. 08:58

Hvasst og rigning

Veðurstofan varar við stormi vestan til á landinu og á miðhálendinu. Gert er ráð fyrir að vindur gangi í suðaustan átt með 18-23 m/s með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands er líður á morguninn. Þá ætti að hvessa og fara að rigna norðan- og austanlands. Spáð er sunnan og suðvestan átt með 15-20 m/s og skúrum í kvöld en hægari vindi og að það stytti upp norðaustanlands. Veður fer hlýnandi og ætti hiti að verða 5 til 10 stig síðdegis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024