Mánudagur 3. október 2016 kl. 10:36
Hvasst fram á miðvikudag
Stormurinn í nótt og í morgun hefur vart farið framhjá neinum. Áfram verður hvasst á Reykjanesi í dag og vindhraði 12 til 17 stig. Rigning verður með köflum eða skúrir fram til miðvikudags, hvassast við ströndina. Hiti verður 8 til 13 stig. Á miðvikudagskvöld fer veður að hægja.