Hvasst en hlýtt
Í dag verður norðaustan 10-18 m/s, hvassast á Snæfellsnesi. Skýjað með köflum, en dálítil rigning síðdegis. Austan og suðaustan 5-10 og úrkomulítið á morgun. Hiti 3 til 9 stig, en 7 til 13 á morgun, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 8-13 m/s og skýjað, en 10-18 og fer að rigna seinni partinn, hvassast á Kjalarnesi. Hægari í kvöld og austan 5-10 og lítilsháttar væta á morgun. Hiti 4 til 10 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Rigning A-lands, en annars dálítil væta á köflum. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast vestanlands.
Á mánudag:
Austlæg átt, 8-13 m/s og úrkomulítið, en 15-20 og talsverð rigning SA-til um kvöldið. Hiti 6 til 13 stig.
Á þriðjudag:
Austlæg átt og rigning með köflum SA-til, en annars víða bjartviðri og þurrt að kalla. Vaxandi NA-átt á Vestfjörðum um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Norðanátt, hvöss vestantil, en annars hægari. Skúrir eða él um landið N-vert, en yfirleitt bjartviðri syðra. Kólnandi veður.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir minnkandi norðanátt. Stöku skúrir eða él fyrir norðan og austan og svalt í veðri, en annars léttskýjað og hiti að 12 stigum.