Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvasst en hlýtt
Sunnudagur 29. apríl 2007 kl. 12:39

Hvasst en hlýtt

Í morgun kl. 09 var suðaustan- og austanátt, sums staðar 10-15 m/s við suðvesturströndina, en mun hægari annars staðar. Léttskýjað N- og A-lands, en skýjað á S- og V-landi og skúr á Hólum í Dýrafirði. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast í Neskaupsstað.

Yfirlit
Um 700 km SV af Reykjanesi er 998 mb lægð sem fer NV, en skammt NA af Færeyjum er 1034 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðaustan 8-15 m/s SV-lands í dag, annars talsvert hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað á S- og V-landi í dag og dálítil rigning um tíma. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun
Austan og suðaustan 8-15 m/s, hvassast við ströndina. Skýjað og dálítil rigning um tíma í dag. Suðaustan 5-10 og bjartviðri að mestu á morgun. Hiti 10 til 17 stig.

 

Byggt á spá Veðurstofu Íslands

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024