Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvassast vestast
Mánudagur 12. desember 2005 kl. 09:37

Hvassast vestast

Í morgun kl. 06 voru suðvestan 5-13 m/s á landinu, en hvassari á stöku stað við norðurströndina. Rigning var í Stykkishólmi en annars hálfskýjað eða skýjað og þurrt að mestu. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast á Austfjörðum.


Viðvörun!
Búist er við stormi á Vesturdjúpi og Suðvesturdjúpi.


Yfirlit:
Um 1000 km suður af landinu er vaxandi 1045 mb hæð, sem þokast austur. Á vestanverðu Grænlandshafi er 995 mb lægð, sem hreyfist allhratt norðnorðaustur.


Veðurhorfur á landinu:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Gengur í sunnan 10-15 með rigningu í dag, fyrst vestantil, en hægari suðvestanátt og yfirleitt bjart og þurrt norðaustan- og austanlands. Suðvestan 8-13 og skúrir eða slydduél vestantil í kvöld. Hægari vestlæg átt á morgun og dálítil súld vestan- og norðvestantil, en bjartviðri suðaustan- og austanlands. Hiti 1 til 7 stig.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi sunnanátt, 8-15 m/s og rigning með morgninum, hvassast vestast. Suðvestan 8-13 og skúrir undir kvöld, en hægari vestlæg átt á morgun og dálítil súld af og til. Hiti 2 til 7 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024