Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvassast syðst - hiti yfir frostmarki
Laugardagur 10. febrúar 2007 kl. 09:32

Hvassast syðst - hiti yfir frostmarki

Í morgun kl. 9 var austlæg átt á landinu, 10-18 m/s sunnantil, en annars hægari. Skýjað sunnantil og skúrir við SA-ströndina, en léttskýjað fyrir norðan. Hiti frá 6 stigum niður í 12 stiga frost, kaldast á Torfum í Eyjafjarðasveit, en hlýjast við SV-ströndina.

Yfirlit:
Yfir Norðausturströnd Grænlands er 1030 mb hæð, en langt suður í hafi er 967 mb lægðasvæði.

Veðurhorfur á landinu:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Austlæg átt, 10-15 m/s sunnantil, en mun hægari norðantil á landinu. Bjartviðri norðan- og vestanlands, rigning eða slydda með köflum suðaustantil og stöku él við NA-ströndina. Hiti 0 til 6 stig sunnantil, en frost víða 0 til 6 stig norðantil.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun:
Austan 8-15 og skýjað með köflum, hvassast syðst. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024