Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvassara síðdegis
Miðvikudagur 16. mars 2011 kl. 09:09

Hvassara síðdegis

Veðurhorfur á landinu: Vestlæg átt 5-13 m/s og dálítil él en breytileg átt um landið austanvert og snjókoma, en síðar slydda eða rigning suðaustantil. Gengur í norðvestan 10-18 m/s um landið austanvert í kvöld með mikilli ofankomu um tíma á Austfjörðum. Dregur úr vindi og ofankomu í nótt. Suðvestan 5-10 m/s á morgun og dálítil él, en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt austanlands. Frost yfirleitt 0 til 7 stig, en um frostmark við suðausturströndina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Vestlæg átt 5-10 m/s við Faxaflóa, en heldur hvassara sunnantil síðdegis. Dálítil él og frost 0 til 6 stig.?

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag:?Vestlæg átt 8-13 m/s. Víða él, einkum um landið vestanvert. Frost 2 til 10 stig. ??Á laugardag:?Ákveðin suðlæg átt og slydda eða rigning sunnan- og austanlands og hiti 0 til 5 stig, en norðaustlæg átt og snjókoma norðan- og vestanlands og vægt frost. ??Á sunnudag:?Vaxandi suðaustan átt með snjókomu eða slyddu, en rigningu sunnantil. Hiti breytist lítið. ??Á mánudag:?Stíf suðlæg átt með rigningu og hlýnandi veðri. ??Á þriðjudag:?Útlit fyrir suðlæga átt með skúrum eða éljum. Kólnar heldur í veðri.