Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hvar væri best að setja niður tjaldstæði?
Í Grindavík er rekið myndarlegt tjaldstæði. Nú skoðar Reykjanesbær svæði undir tjaldstæði.
Þriðjudagur 14. október 2014 kl. 09:40

Hvar væri best að setja niður tjaldstæði?

– Reykjanesbær skoðar sjö svæði undir tjaldstæði.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar skoðar þessa dagana mögulegar staðsetningar á tjaldstæði í Reykjanesbæ. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson framkvæmdastjóri ráðsins kynnti ráðinu möguleg svæði undir tjaldstæði á síðasta fundi ráðsins.

Guðlaugur Helgi hefur tekið saman sjö svæði kosti þeirra og galla. Svæðin eru Víkingaheimar í Innri Njarðvík, á Fitjum þar sem gamla steypustöðin var, Njarðvíkurskógar, á Iðavöllum við gamla fótboltavöllurinn, á gamla malarvellinum við Hringbraut, í Grófinni og á Vatnsholti við vatnstankinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024