Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hvar eru heimildir?
Miðvikudagur 6. apríl 2005 kl. 15:45

Hvar eru heimildir?

Á þessum árstíma eru nemendur í framhaldsskólum og háskólum jafnan önnum kafnir við verkefnaskil. Þessu fylgir þörf fyrir hverskonar upplýsingar og heimildir. Af þeim sökum hefur Upplýsingadeild Bókasafns Reykjanesbæjar gefið frá sér eftirfarandi góð ráð fyrir námsmenn í heimildaleit:

Á upplýsingadeild bókasafnsins verðum við vör við að enn eru ekki öllum nemendum kunnugt um góðan og afar gagnlegan vef www.hvar.is sem er hafsjór af öruggum heimildum. Enn einu sinni viljum við því benda á þetta frábæra upplýsingatæki.

www.hvar.is er vefur landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Allir sem eru tengdir íslenskum netveitum hafa aðgang að þessum vef. Hér er m.a. að finna íslensk tilvísunarsöfn s.s. Gegnir, samskrá íslenskra bókasafna og Vefbókasafnið og fjölda íslenskra gagnasafna. Þá eru alfræðirit s.s. Britannica Online, Grove´s dictionaries o.fl. ásamt orðabókum. Gagnagrunnurinn ProQuest nýtist vel nemendum í félags og viðskiptafræðum, Science Direct í raunvísindum og Web of Science í öllum fræðum. Fyrir nema og unnendur bókmennta er svo vefurinn Literature Online.

Á Bókasafni Reykjanesbæjar er nú unnið að því að tengja bókakostinn Gegni, samskrá íslenksra bókasafna og vonast er til að verkinu ljúki í sumar. Þá geta viðskiptavinir safnsins flett upp á bókaskostinum á vefnum
www.gegnir.is.

Ragnhildur Árnadóttir
Upplýsingadeild Bókasafns Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024