Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvar er samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga vegna brotthvarfs Varnarliðsins?
Miðvikudagur 19. apríl 2006 kl. 21:05

Hvar er samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga vegna brotthvarfs Varnarliðsins?

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs leggur á það ríka áherslu að samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga vegna brotthvarfs flugsveita Varnarliðsins taki til starfa. Þetta om fram á fundi bæjarráðs nú síðdegis.

Bæjarráð bendir á að á fundi stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Atvinnuráðs SSS þann 20. mars sl. hafi verið upplýst að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, hafi lagt til að skipuð yrði samráðsnefnd ríkisins og sveitarfélaga á Suðurnesjum sem vinni að viðbrögðum við brotthvarfi flugsveita varnarliðsins.

Sveitarfélögin skipuðu strax fulltrúa í nefndina en ekki hefur enn frést af skipun ríkisins eða að nefndin hafi verið kölluð saman.

Bæjarráð Garðs leggur áherslu á að brýn þörf sé á að umrædd nefnd taki til starfa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024