Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvar er fundargerðarbók Eldeyjar?
Gömul bifreið Björgunarsveitarinnar Eldeyjar. Hún er núna á safni.
Miðvikudagur 26. mars 2014 kl. 15:35

Hvar er fundargerðarbók Eldeyjar?

– síðasti aðalfundur fyrir 15 árum síðan.

Nú er verið að ganga frá sögu Björgunarsveitarinnar Eldeyjar. Sveitin var stofnuð 6. desember 1931 og lögð niður 1999 og síðar sameinuð Björgunarsveitinni Suðurnes. Nú vantar fundargerðarbók sveitarinnar og liggur hún væntanlega hjá ritara stjórnar frá því fyrir 15 árum síðan.

Þeir sem hafa upplýsingar um hvar fundargerðarbókina er að finna geta haft samband við Jón Borgarsson í síma 421 6919 eða 898 6919 sem kemur og sækir bókina, sé þess óskað. Einnig má koma bókinni góðu til Víkurfrétta, sem síðan koma henni í réttar hendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024