Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvar eiga börnin á Vatnsnesi að sækja skóla?
Tölvumynd af mögulegum byggingum á Vatnsnesi.
Mánudagur 11. september 2023 kl. 06:24

Hvar eiga börnin á Vatnsnesi að sækja skóla?

„Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar áhyggjur sínar varðandi það mikla byggingarmagn sem áætlað er á Vatnsnesinu. Áður en ákvörðun um þessa miklu þéttingu byggðar er tekin væri rétt að skoða hvar börn í því hverfi eigi að sækja grunnskóla, hvar leikskóli eigi að byggjast upp, hvernig umferðamálum verði háttað og hvernig aðrir innviðir bera þessa aukningu á svæðinu, svo ekki sé talað um sjónræn áhrif sem þessi fjöldi stórhýsa hefur. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að framangreind mál verði skoðuð vel áður en farið verður af stað í áætlaðar framkvæmdir.“

Þetta kemur fram í bókun sem Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sjálfstæðisflokki, lögðu fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 22. ágúst síðastliðinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024