Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Hvalur læðist aftan að veiðimönnum - fjör í höfninni
  • Hvalur læðist aftan að veiðimönnum - fjör í höfninni
Mánudagur 29. ágúst 2016 kl. 09:32

Hvalur læðist aftan að veiðimönnum - fjör í höfninni

Stórar makríltorfur hafa verið við Keflavíkurhöfn síðustu daga og vikur. Makrílveiðiflotinn hefur allur verið á sama blettinum og veiðimenn hafa staðið á bryggjunni og kastað á torfurnar.

Um helgina var flotinn allur út af bryggjuendanum í Keflavík, nokkrir veiðimenn stóðu á bryggjunni við veiðar og á sama tíma læddist stórhveli aftan að veiðimönnunum til að ná sér í kraftmikinn hádegisverð.

Einar Guðberg Gunnarsson hefur góða yfirsýn yfir allt sem gerist við Keflavíkurhöfn af efstu hæð við Pósthússtrætið. Hann náði þessum myndum af hvalnum og veiðimönnum á bryggjunni og Páll Ketilsson smellti af bátum við veiðar í sumarblíðu á sunnudegi.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024