Hvalur í smábátahöfninni í Gróf

Hvalur er nú á sundi í smábátahöfninni í Gróf. Dýrið hefur verið þar í um klukkustund en það var hópur skólabarna úr Myllubakkaskóla sem varð hvalsins var. Skólabörnin voru þá í heimsókn í skessuhellinum við smábátahöfnina.
 
Fjöldi fólks fylgist nú með dýrinu synda um í höfninni en hvalurinn virðist ekki rata út aftur og er verið að undirbúa aðgerðir til að reyna reka dýrið út um hafnarkjaftinn.
 
Myndin með fréttinni var tekin með flygildi nú áðan.