Hvalshræ í fjörunni í Höfnum
Gamalt hvalshræ fannst í fjörunni í Höfnum fyrir stuttu. Hræið er gamalt og hefur að öllum líkindum rekið upp í fjöruna neðan við Sæfiskasafnið í Höfnum í briminu síðustu daga. Engin teljandi lykt er af hræinu, en slíkum hvalshræjum getur fylgt megn ýldufýla. Ekki er mikið eftir af hræinu og greinilegt að það hafi verið í sjónum í langan tíma.
Myndin: Eins og sjá má á myndinni er ekki mikið eftir af hræinu. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.