Fréttir

Hvalreki á Hvalsnesi
Sunnudagur 7. janúar 2018 kl. 17:30

Hvalreki á Hvalsnesi

Myndarlegt stórhveli hefur rekið upp í fjöru á Hvalsnesi. Guðmundur Hjörtur Falk er áhugamaður um fuglaljósmyndun en hann gekk fram á hvalinn í fjörunni neðan við Nesjar á Hvalsnesi.
 
Hvalurinn er langreyður, sem er með stærri hvölum sem sjást hér við land.
 
Ekki er ljóst á þessari stundu hvað gert verður við dýrið. Án efa vilja menn vinna eitthvað með beinagrindina úr dýrinu, en beinagrindur langreiða hafa m.a. verið settar upp á söfnum.
 
Ljósmynd: Guðmundur Hj Falk
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024