Hvalir skammt frá landi í Njarðvík
Menn á hvalaskoðunarskipinu Eldingu hafa séð mikið af hval í dag skammt frá landi í Njarðvík. Hvalaskoðunarskipið er nú um hálfa sjómílu frá höfninni í Njarðvík með fólk sem er að virða fyrir sér hnúfubak og hrefnur. Samkvæmt upplýsingum frá skipinu er um nokkur dýr að ræða og hafa þau verið á svipuðum slóðum í nokkrun tíma.
Mynd: Hvalur skammt frá landi í Keflavík. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Víkurfréttamynd: Ellert Grétarsson