Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvalir í Grindavíkurhöfn
Mynd úr safni af Grindhvölum.
Miðvikudagur 23. janúar 2013 kl. 16:54

Hvalir í Grindavíkurhöfn

Líklega um einsdæmi að ræða

Í gærkvöldi sáust að minnsta tveir hvalir í Grindavíkurhöfn. Líklega er um einsdæmi að ræða hér um slóðir að sögn kunnugra. Hvalirnir sátu þar við veisluborð því töluvert magn af síld hefur verið í Grindavíkurhöfn undanfarna daga.

Hvalirnir voru horfnir úr höfninni í morgun en talsvert er enn af síld í höfninni en þar hafa súlur verið að steypa sér í sjóinn. Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkur en þar er einnig óskað eftir ljósmyndum af hvölunum ef einhver lumar á slíkum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024