Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Hvalaskoðun í íslenskri ferðaþjónustu - fundur í Sandgerði í kvöld
Fimmtudagur 6. september 2018 kl. 09:00

Hvalaskoðun í íslenskri ferðaþjónustu - fundur í Sandgerði í kvöld

Hvalaskoðun í íslenskri ferðaþjónustu er efni fundar sem haldinn verður í Vörðunni í Sandgerði í kvöld, fimmtudag kl. 18. Ferðaþjónustuaðilar sem gera út á hval verða með erindi.

Dagskrá fundarins:

1. Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Eldingar, fjallar um hvalaskoðun í íslenskri ferðaþjónustu og kynnir sögu fyrirtækisins.

2. Axel Már Waltersson, eigandi Whale Watching Reykjanes kynnir fyrirtækið sem starfað hefur frá árinu 2015.

3. Símon Georg Jóhannsson og Sigrún Dögg Sigurðardóttir eigendur Vogasjóferða kynna fyrirtækið sem er nýstofnað.

Kaffihlé og léttar veitingar verða í boði. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Makaðsstofa Reykjaness og Reykjanes jarðvangur eru samstarfsaðilar að verkefninu.

Public deli
Public deli