Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvalaskoðun frá Sandgerði í fyrramálið
Laugardagur 15. mars 2008 kl. 21:50

Hvalaskoðun frá Sandgerði í fyrramálið

Hvalaskoðunarferð verður farin frá Sandgerði í fyrramálið, sunnudagsmorgun, kl. 10:30 með hvalaskoðunarskipinu Hafsúlunni.

Síðustu tvo daga hefur verið hvalaskoðunarráðstefna hér á landi með gestum all staðar að úr heiminum. Í hópnum eru meðal annars eigendur hvalaskoðunarfyrirtækja, líffræðingar, stjórnendur IFAW, ferðaskipuleggjendur og fjölmiðlafólk.

Í morgun var farin fyrsta hvalaskoðunarferð ársins frá Reykjavík til Sandgerðis og heppnaðist hún afar vel. Veðrið var einstaklega fallegt og sáust hnísur, hrefnur og endaði ferðin glæsilega með flottum hnúfubak. Gestirnir um borð voru yfir sig hrifnir og þegar hópurinn kom í land í Sandgerði var tekið hlýlega á móti honum með ljúffengum veitingum á veitingastaðnum Vitanum. 

Vegna þess hversu vel gekk í dag, á að enduraka leikinn í fyrramálið og bjóða fleiri gestum frá hvalskoðunarráðstefnunni í hvalaskoðun frá Sandgerði kl. 10:30 í fyrramálið. Einnig gefst almenningi kostur á að koma með í ferðina, en til þess að panta þarf að hringja í 555-3565.

Verð fyrir fullorðna er 2000 krónur og börn 6-15 ára er 1000 krónur. Ekkert gjald er tekið fyrir 0-6 ára. Ferðin tekur um þrjár klukkustundir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024