Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvað verður um hvalinn?
Dauður hvalur í flæðarmálinu. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 23. júní 2017 kl. 10:34

Hvað verður um hvalinn?

Hval hefur rekið á fjörur Garðmanna. Hrefnutarfur fannst þar sem hann var sjórekinn í grýttri fjöru rétt innan við Réttarholt í Garði í síðustu viku.
 
Starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar skoðaði hræið og tók úr því sýni. Hrefnutarfurinn reyndist 7,7 metra langur og sporðurinn var 1,9 metrar í þvermál.
 
Nú er hins vegar spurning hvað verður um hræið. Staðurinn þar sem dýrið liggur á er við vinsæla gönguleið um Leiruna og því lítill áhugi á að fá grút af dýrinu yfir svæðið. Íbúi í nágrenni við staðinn vill að dýrið verði dregið í land við höfnina í Garði, þar sem það verði hlutað niður og urðað.
 
Meðfylgjandi myndir voru teknar yfir staðinn þar sem dýrið liggur dautt í grýttri fjörunni.

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024