Hvað kostar uppsögn tveggja skólastjóra á kjörtímabilinu?
Fulltrúar G-listans í Grindavík hafa lagt fram fyrirspurn um hversu mikinn kostnað Grindavíkurbær hefur þurft að greiða vegna uppsagna tveggja skólastjóra á kjörtímabilinu?
„Við fögnum ráðningu Halldóru K. Magnúsdóttur og vonumst eftir að góður skóli verði enn betri með sameiginlegu átaki nemenda, foreldra og Grindavíkurbæjar,“ segir í fyrirspurn G-listans.
Á fundinum kom fram að bæjarstjóri hefur ekki upplýsingar á fundinum til að geta svarað fyrirspurninni strax, en mun taka saman upplýsingarnar og leggja fram svar á næsta bæjarstjórnarfundi.