Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvað er með þennan hól?
Þriðjudagur 25. júlí 2006 kl. 09:21

Hvað er með þennan hól?

Þetta er spurning sem hrýtur af vörum margra sem leið eiga framhjá Innri-Njarðvík þessa dagana en þar hefur myndast gríðarstór moldarhóll sem farið hefur stækkandi síðustu vikur og er því farinn að vekja forvitni margra.

Moldarhóllinn sá arna mun sumsé fá hlutverk útsýnishóls þegar yfir lýkur. Í hann hefur verið ekið því efni sem til fellur við framkvæmdir í hverfinu og er um þessar mundir verið að móta hann endanlega. Síðan verður hann klæddur með gróðri, að sögn Viðars Más Aðalsteinssonar, forstöðumanns Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.

Hóllinn verður eins konar útvistar- og útsýnispunktur hverfisins. Þaðan verður hægt að sjá vítt og breytt til allra átta og ekki er ólíklegt að útsýnisskífu verði komið fyrir á honum. Upp á hólinn verða lagðar göngubrautir og svo er þarna komin alveg öldungis fín sleðabrekka sem ætti að kæta það ungviði sem alast mun upp í hverfinu þegar fram líða stundir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024