Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvað er að gerast í Krýsuvík?
Mánudagur 13. desember 2010 kl. 23:45

Hvað er að gerast í Krýsuvík?

Jörð nötrar ennþá í Krýsuvík en síðasta sólarhring hafa mælst um 20 jarðskjálftar sem eru stærri en 1 á Richter og þrír sjálftar sem eru yfir 2 á Richter. Þar af varð einn upp á 2,8 í hádeginu í dag.
Flestir eru sjálftarnir á um fimm kílómetar dýpi en í kvöld hafa skjálftar verið á um þriggja kílómetra dýpi og rúmlega það.

Þessi skjálftahrina í Krýsuvík er orðin óvenju löng, segir áhugamaður um jarðfræði svæðisins og bætir við að eftirtektavert er að skjálftarnir hafa grynnkað, eru núna á 3-5km dýpi sem er talsvert grynnra en í upphafi hrinunnar. Landris í Krýsuvík er staðreynd þannig að líklega er þetta kvikuinnskot, segir hann. Í jarðsögulegu ljósi er kominn tími á eldgos á þessu svæði. Hvort það sem er að gerast á svæðinu nú sé undanfari eldgoss, er eitthvað sem vísindamenn þurfa að svara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grein um eldgos á Reykjanesi á sögulegum tíma.