Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 27. febrúar 2001 kl. 10:19

Húsnæðisskortur er vaxandi vandamál

Í fundargerð Fjölskyldu- og félagsmálaráðs frá 12. febrúar sl. kemur fram að mun færri leiguíbúðum var úthlutað árið 2000 í samanburði við liðin ár. Árið 1996 fengu 68% umsækjenda íbúð en aðeins 22% árið 2000. Umsóknum um leiguíbúðir hefur fjölgað um helming frá því árið áður og staða umsækjenda virðist vera verri en áður hefur sést.

Minni hreyfing
Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjarsegir að skýringin sé meðal annars sú að nú sé minni hreyfing innan kerfisins, þ.e. þeir sem eru í félagslegu húsnæði hreyfa sig minna en áður. Síðustu árin hefur flestum félagslegum eignaríbúðum sem innleystar hafa verið, verið breytt í félagslegar leiguíbúðir. Reykjanesbær á nú orðið yfir 150 félagslegar leiguíbúðir. Samþykkt liggur fyrir í bæjarstjórn að á þessu ári skulu fimm félagslegum eignaríbúðum breytt í félagslegar kaupleiguíbúðir, þ.e. ef innlausnir um svo margar íbúðir berast á árinu. Engin innlausnar ósk hefur borist það sem af er árinu að sögn Hjördísar.

Margir á götunni
„Margir bíða úrlausnar en það er fólk sem hefur ekki getað fengið neina lausn sinna mála, hvorki á almennum markaði, né þeim félagslega. Þar af leiðir að margir eru “á götunni“. Dæmi um þetta er fólk sem hefur átt í greiðsluerfiðleikum vegna eigin húsnæðis, selur til að missa ekki húsnæðið
á uppboð, það hefur ekki tryggt sér annað húsnæði áður en það selur og fyrir bragðið lendir það „á götunni“ af því eftirspurn eftir húsnæði er meiri en framboð. Margir búa inná fjölskyldum sínum, aðrir á gistiheimilum og jafnvel hótelum tímabundið. Einhverjir hafa jafnvel flutt út á land gegn raunverulegum vilja sínum“, segir Hjördís.


Er fátækt í Reykjanesbæ?
„Einhverja fáttækt er eflaust að finna í Reykjanesbæ sem og annars staðar á landinu. Þær aðstæður sem uppi eru í húsnæðismálum nú er þó ekki hægt að rekja til fátæktar, þær eru fyrst og fremst vegna ónógs framboðs húsnæðis. Sumt af því fólki sem leitar til okkar á í raun engan rétt á félagslegu húsnæði, að öðru leiti en því að það er húsnæðislaust og það útaf fyrir sig er félagslegt vandamál“, segir Hjördís
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024