Húsnæðissamvinnufélag hugsanlega stofnað í Grindavík

Meirihlutinn í bæjarstjórn Grindavíkur hefur í hyggju að leita leiða til að stofna húsnæðissamvinnufélag í samstarfi við hagsmunaaðila og verður settur kraftur í málið á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í gögnum bæjarráðs Grindavíkur sem ræddi hugsanlega stofnun slíks félags í Grindavík á síðasta fundi sínum.
 
„Óskað er eftir upplýsingum um hvað meirihluti bæjarstjórnar hefur í hyggju varðandi stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar,“ segir í fyrirspurn til bæjarráðs. Það felur sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að kanna hversu margir eru í þörf fyrir slíkt húsnæði og falli undir tekjuviðmiðin.