Húsnæðismál Byrgisins í uppnámi
Meðferðarstofnunin Byrgið fær ekki afnot af húsnæði á Vífilsstöðum. Samkvæmt svari Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins við fyrirspurn landlæknis hafa viðræður aldrei farið fram milli forsvarsmanna Byrgisins og ráðuneytisins þess efnis að Byrgið fái afnot af húsnæðinu. Forsvarsmenn Byrgisins höfðu hugsað sér að nýta húsnæðið sem afeitrunarstöð þar sem ekki er pláss fyrir þá starfsemi að Efri-Brú í Grímsnesi þar sem Byrgið er til húsa núna. Í bréfi heilbrigðisráðuneytisins segir að málefni Byrgisins heyri undir félagsmálaráðuneytið og að starfsemin sé á ábyrgð þess. Pláss var fyrir 80 í húsnæði Byrgisins í Rockville.
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir Byrgið í raun ekki tilheyra nokkru ráðuneyti vegna þess að ekki sé búið að skrifa undir þjónustusamning við félagsmálaráðuneytið sem hafi átt að undirrita samkvæmt fjárlögum í fyrra. Hann segir útlitið svart.
Guðmundur flutti í dag síðustu muni Byrgisins frá Rockville og mun það sem tilheyrði afeitrunarstöð bíða í geymslu þar til húsnæði fæst.
Ríkisútvarpið greindi frá.
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir Byrgið í raun ekki tilheyra nokkru ráðuneyti vegna þess að ekki sé búið að skrifa undir þjónustusamning við félagsmálaráðuneytið sem hafi átt að undirrita samkvæmt fjárlögum í fyrra. Hann segir útlitið svart.
Guðmundur flutti í dag síðustu muni Byrgisins frá Rockville og mun það sem tilheyrði afeitrunarstöð bíða í geymslu þar til húsnæði fæst.
Ríkisútvarpið greindi frá.