Mánudagur 31. október 2005 kl. 13:28
Húsnæði brann í Grófinni
Síðdegis á laugardag var slökkvilið og lögregla kölluð að Grófinni 6 í Keflavík, sem er atvinnuhúsnæði sem skiptist í nokkur bil. Kviknað hafði í í einu bilinu en greiðlega gekk að slökkva. Nokkrar skemmdir urðu, mest af reyk og sóti. Eldsupptök eru ókunn.
Mynd frá vettvangi brunans.