Húsnæði Ársólar brunnið til kaldra kola
Eldur kom upp í húsnæði Listasmiðjunnar Ársól, keramikhúss, í Garði í nótt og er nú nyrsti hluti hússins, sem áður hýsti fiskvinnsluna Garðskaga hf., svo gott sem brunninn til kaldra kola.
Þegar Brunavarnir Suðurnesja komu á vettvang um 3:45 var mikill hiti og eldur í húsinu, og er talið líklegt að kviknað hafi í útfrá keramikofnum sem í húsinu eru í tengslum við starfsemina.
Um tíma leit út fyrir að slökkviliðsmönnum tækist að komast fyrir eldinn, en erfitt reyndist að komast að milliloftum. Þar varð yfirtendrun sem leiddi til þess að eldurinn blossaði upp að nýju og ekkert var við hann ráðið. Á þeim tímapunkti var ákveðið að neyta allra bragða til að bjarga þeim hluta hússins sem er enn heill. Skemmdi hlutinn er um 400 fermetrar af um 1700 fermetrum sem húsið er í heildina.
Þegar Víkurfréttir yfirgáfu vettvang, um 6:30, var stutt í það að þak hússins gæfi sig, en Sigmundur Eyþórsson, slökkvistjóri, var sannfærður um að tekist hefði að hefta útbreiðslu eldsins.
VF-mynd/Þorgils
Þegar Brunavarnir Suðurnesja komu á vettvang um 3:45 var mikill hiti og eldur í húsinu, og er talið líklegt að kviknað hafi í útfrá keramikofnum sem í húsinu eru í tengslum við starfsemina.
Um tíma leit út fyrir að slökkviliðsmönnum tækist að komast fyrir eldinn, en erfitt reyndist að komast að milliloftum. Þar varð yfirtendrun sem leiddi til þess að eldurinn blossaði upp að nýju og ekkert var við hann ráðið. Á þeim tímapunkti var ákveðið að neyta allra bragða til að bjarga þeim hluta hússins sem er enn heill. Skemmdi hlutinn er um 400 fermetrar af um 1700 fermetrum sem húsið er í heildina.
Þegar Víkurfréttir yfirgáfu vettvang, um 6:30, var stutt í það að þak hússins gæfi sig, en Sigmundur Eyþórsson, slökkvistjóri, var sannfærður um að tekist hefði að hefta útbreiðslu eldsins.
VF-mynd/Þorgils