Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 13. ágúst 1999 kl. 15:29

HÚSINU "GRÓF LOKAÐ" EFTIR TVO MÁNUÐI

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahús hafa gengið vel að sögn Kristins Baldurssonar, byggingastjóra hússins en það er Verkafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka sem er bygggingaraðili. Stefnt er að því að gróf loka húsinu síðla september mánaðar en samkvæmt áætlun á Reykjanesbær að fá húsið afhent í febrúar á næsta ári. Nú í vikunni voru fyrstu loftasperrurnar settar upp en þær eru engin smásmíði og verða alls átta talsins og eru úr stáli, innfluttar frá Finnlandi. Fyrirferð þeirra var það mikil að geyma þurfti nokkrar þeirra á vinnusvæði fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Í fyrradag var sextugasti vinnudagurinn í húsinu og hefur að jafnaði verið um 25 manns að vinna í verkinu en þegar mest hefur verið 40 manns. Húsið er engin smásmíði. Það er 72 metrar á breidd og 108 metrar á lengd enda þarf knattspyrnuvöllur í fullri stærð, 64x100 metrar, að rúmast inn í því. Lofthæðin er mest 15 metrar. Nú þegar eru komin 130 tonn af steypustyrktarjárni i í húsið og tíu sinnum meira af steypu eða 1500 rúmmetrar. Húsið er um 80 þúsund rúmmetrar en gólfflöturinn er rétt rúmlega 8 þúsund fermetrar. Til samanburðar má geta þess að Kringlan í Reykjavík er aðeins um þriðjungi stærri. Alls kæmust tuttugu tólf íbúða fjölbýlishús eins og eru hinum megin við Flugvallarveginn, þ.e. við Hringbraut 136, inn i nýja íþróttahúsið. Einnig kæmist Leifsstöð inn í húsið!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024