Húsfyllir á hátíðarhöldum
Hátíðarhöld vegna 1. maí fóru fram í Stapa í gær. Mikill áhugi var fyrir baráttudegi verkalýðsins í Reykjanesbæ, því hvert sæti í Stapanum var skipað og því húsfyllir á hátíðarhöldum dagsins.
Setningarræðu dagsins flutti Ólafur S. Magnússon frá Félagi iðn og tæknigreina. Ræðu dagsins flutti Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ
Bríet Sunna Valdimarsdóttir söng nokkur lög og töframaðurinn Daníel Örn vakti kátínu í salnum með töfrabrögðum sínum,
Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena í FS fluttu atriði úr verkinu Með allt á hreinu og Kór Keflavíkurkirkju söng nokkur lög. Þá var boðið upp á veglegar kaffiveitingar en á sama tíma var börnum boðið upp á ókeypis bíósýningu í Sambíóunum í Keflavík.