Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Húsfyllir á fundi kennara
Þriðjudagur 21. september 2004 kl. 12:33

Húsfyllir á fundi kennara

Húsfyllir var á baráttufundi kennara sem fram fór í 88-húsinu rétt fyrir hádegi. Unnur Kristjánsdóttir kennari úr Sandgerði og fulltrúi í samninganefnd félags grunnskólakennara útskýrði stöðu mála og voru þó nokkrar umræður meðal kennara um stöðuna.
Verkfallsmiðstöð kennara á Suðurnesjum er í 88-húsinu og er hún opin frá klukkan 10 til 13 á daginn.

Myndin: Fullt var út úr dyrum á fundi kennara í 88-húsinu fyrir hádegi. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024